Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, hefur staðfest það að hann sé ekki að fara frá félaginu í sumar.
Ancelotti er sterklega orðaður við starfið hjá brasilíska landsliðinu sem lét Tite fara eftir HM í Katar.
Ítalinn ku vera númer eitt á blaði brasilíska sambandsins en hann er ekki að fara neitt að eigin sögn.
,,Við verðum klárlega hér á næsta tímabili, það er engin vafi á því,“ sagði Ancelotti.
,,Við munum virða samninginn. Ég held að forsetinn vilji halda mér því hann er alltaf mjög vinalegur við mig. Félagið er mjög rólegt og sýnir mér mikla ást.“