Jesse Lingard hefur ekkert gert með Nottingham Forest í vetur en hann gekk í raðir félagsins í sumar.
Lingard er launahæsti leikmaður Forest en hann gerði eins árs samning síðasta sumar og er með 120 þúsund pund á viku.
Margir bjuggust við því að Lingard yrði aðalmaðurinn hjá nýliðunum en hann hefur enn ekki skorað í 16 deildarleikjum.
Manchester United ákvað að leyfa Lingard að fara á frjálsri sölu og taldi sig ekki getað notað sóknarmanninn sem er uppalinn hjá félaginu.
Lingard lék 149 deildarleiki fyrir Man Utd á sínum tíma og þá 32 landsleiki fyrir England og skoraði í þeim sex mörk.
Um er að ræða mögulega verstu ákvörðun sumarsins en Forest sér væntanlega verulega eftir því að hafa samið við leikmanninn og gefið honum þessi laun.
Lingard hefur skorað tvö mörk fyrir Forest hingað til en þau komu bæði í deildabikarnum þar sem hann er með tvö í þremur leikjum.