fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
433Sport

Sjáðu þrumuræðu Dóra um málefni Gylfa í þætti Gísla Marteins í gærkvöldi – „Hljótum að biðja um að réttlætið sé aðeins snarara í snúningum“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 15. apríl 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson er frjáls maður eftir að lögreglan í Manchester og saksóknari þar í borg ákváðu að fella mál hans niður. Var Gylfi undir rannsókn í tæp tvö ár vegna gruns um kynferðisbrot.

Gylfi Þór var í farbanni í 637 daga í Bretlandi og hefur ekki spilað fótbolta á þeim tíma, samningur hans við Everton rann út síðasta sumar.

Óvíst er hvaða framtíðaráform Gylfi hefur en málið var tekið fyrir í þætti Gísla Marteins á RÚV í gærkvöldi.

„Það eru allir búnir að vera í sjokki í dag, hann er frjáls maður eftir tvö ár af martröð,“ sagði Gísli Marteinn.

Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA tók þá til máls og taldi að Age Hareidi nýr þjálfari Íslands væri að fagna tíðindunum af máli Gylfa.

„Ég skal segja ykkur að þessi níræði Dani sem við vorum að ráða hlýtur að vera alveg heavy hress núna,“ sagði Halldór en Hareidi er 69 ára gamall og kemur frá Noregi.

video
play-sharp-fill

Ræða Halldórs var ansi ástríðumikil eins og heyra má hér að neðan. „Þetta er agalegt, frá öllum hliðum séð. Maður er búinn að ímynda sér hann í stofufangelsi í Manchester eða á einhverjum stað sem drottinn hefur yfirgefið, núna er hann laus og vonandi kemur hann heim sem fyrst. Fara í FH og jafna sig aðeins þar,“ sagði Halldór og hélt síðan áfram.

„Ég veit bara að það að hann var í 637 daga, mátti ekki fara. Mátti ekki fara til Íslands, þetta hljómar ekki sanngjarnt. Hljómar ofboðslega klikkað, þá hljótum við að biðja um að réttlætið sé aðeins snarara í snúningum. Hann búinn, Everton, landsliðið, landsliðið fór í vaskinn á meðan þetta gerðist.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

FH-ingar að missa annan lykilmann

FH-ingar að missa annan lykilmann
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Osimhen og tveir aðrir orðaðir við Manchester United

Osimhen og tveir aðrir orðaðir við Manchester United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sparkar heimsfrægum kærastanum og snýr aftur í Love Island

Sparkar heimsfrægum kærastanum og snýr aftur í Love Island
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arnar og Sævar lýsa yfir áhyggjum vegna stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar – „Virðist varla vera til“

Arnar og Sævar lýsa yfir áhyggjum vegna stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar – „Virðist varla vera til“
433Sport
Í gær

Gaf skondið svar þegar hann var spurður út í titilbaráttuna: ,,Veit ekki einu sinni hvað það er“

Gaf skondið svar þegar hann var spurður út í titilbaráttuna: ,,Veit ekki einu sinni hvað það er“
433Sport
Í gær

Fólk má ekki sofa á Mbappe – ,,Hef alltaf sagt það“

Fólk má ekki sofa á Mbappe – ,,Hef alltaf sagt það“
433Sport
Í gær

England: United fékk skell á Old Trafford – Chelsea mistókst að skora

England: United fékk skell á Old Trafford – Chelsea mistókst að skora
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Tottenham og Liverpool – Gakpo byrjar

Byrjunarlið Tottenham og Liverpool – Gakpo byrjar
Hide picture