Erling Haaland kann víst ekki að spila fótbolta ef þú spyrð ítölsku goðsögnina Antonio Cassano.
Haaland hefur verið heitasti framherji heims í allan vetur en hann leikur með Manchester City og kom þangað síðasta sumar.
Þrátt fyrir að hafa skorað 45 mörk er Cassano á því máli að Haaland kunni ekki að spila fótbolta, en viðurkennir að hann sé góður í að koma boltanum í netið.
,,Haaland minnir mig á Adriano þegar hann var hjá Inter Milan. Zlatan Ibrahimovic með hraða Adriano?“ sagði Cassano.
,,Ibra var tæknilega betri en Haaland en hann gæti verið samblanda af Adriano og Christian Vieiri.“
,,Það eru aðrir sóknarmenn sem kunna að spila fótbolta eins og Robert Lewandowski eða Karim Benzema. Hann veit ekki hvernig á að spila fótbolta.“
,,Hann er frábær í að skora, magnaður en viltu ekki frekar sóknarmann sem kann að spila leikinn?“