Erling Haaland, leikmaður Manchester City, æfir stundum ekki nema í 10 til 15 mínútur á dag samkvæmt Pep Guardiola, stjóra liðsins.
Ástæðan er sú að Haaland eyðir mestum tíma með sjúkraþjálfurum og læknaliði Man City til að koma í veg fyrir meiðsli.
Haaland spilar nánast hvern einasta leik Man City og hefur skorað heil 45 mörk á tímabilinu.
,,Ég veit ekki hvað hann gerði hjá Dortmund en hérna þá sjáum við um hann 24 tíma á dag,“ sagði Guardiola.
,,Við erum með ótrúleg læknalið og þeir hjálpa honum á hverjum degi. Það er erfitt að skilja af hverju þú myndir kaupa leikmenn á risaupphæð og svo láta hann vera.“
,,Þetta er svo krefjandi í dag varðandi næringu, hvíld, svefn og mat. Það er tölfræði sem segir þér að hann geti ekki æft meira en 10 til 15 mínútur á hverjum degi.“
,,Erling leggur sig svo mikið fram á æfingasvæðinu, mun meira en á vellinum. Við vitum að við þurfum að passa okkur því hann er svo líkamlega stór.“