Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur tjáð sig um sögusagnirnar um Jude Bellingham, leikmann Dortmund.
Í vikunni var í raun staðfest að Liverpool væri búið að draga sig úr samkepninni um Bellingham sem er enskur landsliðsmaður.
Miðjumaðurinn var talinn líklegastur til að ganga í raðir Liverpool í sumar en hann er að öllum líkindum á förum frá Þýskalandi.
Liverpool virðist ekki vera félagið sem hann mun semja við og virtist Klopp staðfesta þann orðróm í gær.
,,Það er augljóst að sum félög geta gert meira en við í sumum stöðum. Við getum ekki látið okkur dreyma, við getum ekki verið reið ef við fáum ekki hitt eða þetta,“ sagði Klopp.
,,Ég er ekki rétti aðilinn til að spyrja en svona er staðan. Ég er alltaf hér til að útskýra málin og það er ekki frábært. Þetta eru ekki mínir peningar.“