Spænski landsliðsmarkvörðurinn Kepa gæti óvænt verið á bekknum er Chelsea spilar við Brighton í dag.
Samkvæmt enskum miðlum er útlit fyrir að Frank Lampard, stjóri Chelsea, ætli að nota Edouard Mendy í markinu í leiknum.
Mendy hafði misst sæti sitt í stað Kepa en sá síðarnefndi var aðalmarkvörður Spánar í nýlegu landsliðsverkefni.
Kepa átti ekki góðan leik er Chelsea tapaði gegn Real Madrid í miðri viku en um var að ræða viðureign í Meistaradeildinni.
Mendy var um tíma mjög öruggur í marki enska liðsins en var alls ekki sannfærandi í byrjun tímabils og missti sæti sitt.