Aston Villa 3 – 0 Newcastle
1-0 Jacob Ramsey(’11)
2-0 Ollie Watkins(’64)
3-0 Ollie Watkins(’83)
Aston Villa er að spila frábærlega í ensku úrvalsdeildinni þessa dagana og bauð upp á virkilega góða frammistöðu í dag.
Villa spilaði við Newcastle á heimavelli í fyrsta leik dagsins og vann sannfærandi 3-0 heimasigur.
Ollie Watkins var maður leiksins í dag er Villa vann sinn fimmta sigur í röð í úrvalsdeildinni.
Watkins skoraði tvö mörk í sigrinum og var nálægt því að gera þrennu en hann átti fyrsta færi leiksins og setti boltann í stöng.
Villa er aðeins þremur stigum frá Evrópusæti en Newcastle er nú alls ekki með öruggt Meistaradeildarsæti eftir tapið í dag.