Manchester City 3 – 1 Leicester City
1-0 John Stones(‘5)
2-0 Erling Haaland(víti, ’13)
3-0 Erling Haaland(’26)
3-1 Kelechi Iheanacho(’75)
Lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en Manchester City tók þá á móti Leicester City.
Það var í raun enginn vafi á hvaða lið myndi fagna sigri í dag og voru það heimamenn frá Manchester sem höfðu betur, 3-1.
Erling Haaland er kominn með 32 mörk í ensku úrvalsdeildinni en hann gerði tvennu í sigri Man City í dag.
John Stones sá um að koma Man City yfir er fimm mínútur voru á klukkunni en einnig í fyrri hálfleiknum skoraði Haaland tvennu.
Kelechi Iheanacho lagaði stöðuna fyrir Leicester í þeim síðari en heimamenn unnu að lokum sannfærandi og verðskuldaðan 3-1 sigur.