Það gengur einfaldlega ekkert upp hjá liði Chelsea þessa dagana sem tapaði á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Chelsea komst yfir í leik gegn Brighton en það var í raun gegn gangi leiksins er Conor Gallaher skoraði.
Brighton bætti síðar við tveimur mörkum er þeir Danny Welbeck og Julio Enciso komu boltanum í netið og er óhætt að segja að það hafi verið verðskuldað.
Chelsea var aðeins 40 prósent með boltann á eigin heimavelli í þessum leik og átti sex marktilraunir gegn 24 frá gestunum.
Everton missteig sig á sama tíma í fallbaráttunni en liðið tapaði 3-1 heima gegn Fulham. Everton hafði aðeins tapað einum af síðustu fimm leikjum sínum en Fulham var sterkari aðilinn í dag.
Tottenham tapaði þá heima gegn Bournemouth sem eru úrslit sem koma mörgum á óvart. Bournemouth skoraði sigurmark leiksins er örfáar sekúndur voru eftir.
Arnaut Danjuma hafði jafnað metin í 2-2 er tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma áður en Dango Outtara tryggði gestunum stigin þrjú er fimm mínútur voru komnar yfir venjulegan leiktíma.
Hér má sjá úrslit dagsins.
Chelsea 1 – 2 Brighton
1-0 Conor Gallagher(’13)
1-1 Danny Welbeck(’42)
1-2 Julio Enciso(’70)
Everton 1 – 3 Fulham
0-1 Harrison Reed(’22)
1-1 Dwight McNeil(’35)
1-2 Harry Wilson(’51)
1-3 Daniel James(’68)
Tottenham 2 – 3 Bournemouth
1-0 Song Heung Min(’14)
1-1 Matias Vina(’38)
1-2 Dominic Solanke(’51)
2-2 Arnaut Danjuma(’88)
2-3 Dango Outtara(’95)
Wolves 2 – 0 Brentford
1-0 Diego Costa(’27)
2-0 Hee Chan Hwang(’69)
Southampton 0 – 2 Crystal Palace
0-1 Eberechi Eze(’54)
0-2 Eberechi Eze(’68)