Síðustu tveimur leikjum dagsins í Bestu deild karla er nú lokið en leikið var í Hafnarfirði og á Akureyri.
FH vann dýrmætan heimasigur á Stjörnunni þar sem aðeins eitt mark var skorað og það gerði Vuk Oskar Dimitrijevic,.
Vuk tryggði FH-ingum sigurinn í seinni hálfleik en um fyrsta sigur liðsins var að ræða eftir jafntefli við Fram í fyrstu umferð.
KA var mun meira sannfærandi en FH og átti í engum vandræðum með ÍBV sem kom í heimsókn til Akureyrar.
KA hafði betur örugglega með þremur mörkum gegn engu og vinnur sinn fyrsta leik eftir jafntefli við KR í fyrstu umferð.
FH 1 – 0 Stjarnan
1-0 Vuk Oskar Dimitrijevic(’63)
KA 3 – 0 ÍBV
1-0 Ásgeir Sigurgeirsson(’26)
2-0 Bjarni Aðalsteinsson(’50)
3-0 Þorri Mar Þórisson(’85)