Keflavík 0 – 2 KR
0-1 Kristinn Jónsson(’59)
0-2 Benoný Breki Andrésson(’80)
KR byrjar Íslandsmótið hér heima ansi sterklega en liðið spilaði við Keflavík á útivelli í dag.
Um var að ræða fyrsta leik dagsins en tveir leikir hófust klukkan 16:00 í Hafnarfirði og á Akureyri.
KR var að vinna sinn fyrsta sigur í mótinu hingað til en liðið gerði 1-1 jafntefli við KA í fyrstu umferð.
Sigurinn í dag var þó í raun aldrei í hættu en gestirnir frá Reykjavík voru mun sterkari aðilinn og áttu stigin þrjú skilið.
Kristinn Jónsson sá um að koma KR yfir í dag og bætti Benoný Breki Andrésson við öðru marki undir lokin til að gulltryggja sigur.