Fimmta metatarsal beinið í rist Lisandro Martinez er brákað, óvíst er hvort hann fari í aðgerð eða ekki.
Martinez fór meiddur af velli í 2-2 jafntefli United gegn Sevilla í gær en óttast var í fyrstu að hann hefði slitið hásin.
Líklegt er talið að varnarmaðurinn spili þó ekki fleiri leiki á þessu tímabili en ætti að vera klár í slaginn þegar næsta tímabil hefst.
Skoðað verður á næstu dögum hvort Martinez fari í aðgerð en meiðsli hans eru mikið áfall fyrir United.
Fimmta metatarsal beinið er oft kallað Beckham beinið en hann braut það á árum áður og hafa margir leikmenn brotið það, oft er það vegna álags sem beinið gefur sig.
BREAKING: Lisandro Martinez has a fractured fifth metatarsal in his right foot. It remains to be seen if it needs to be operated on or it is better to wait for the bone to heal on its own. [@estebanedul] #mufc
— The United Stand (@UnitedStandMUFC) April 14, 2023