Age Hareide tók við íslenska landsliðinu í dag. Þá staðfesti Knattspyrnusamband Íslands fréttirnar, en þær höfðu legið í loftinu.
Hareide tekur við liðinu af Arnari Þór Viðarssyni sem rekinn var úr starfi á dögunum. Tveimur leikjum er lokið í undankeppni EM og er Ísland með þrjú stig.
Sonur Age, Bendik Hareide, er himinlifandi með nýtt starf pabba síns og lét hann það í ljós á Twitter.
„Pabbi tekur við stjórn Íslenska landsliðsins. Spennandi tímar! Óska honum og landsliðinu góðs gengis á leiðinni til EM!“ skrifaði Bendik.
Norski íþróttafréttamaðurinn Jan Aage Fjortoft tók í svipaðan streng.
„Óskum Íslandi til hamingju með nýja landsliðsþjálfarann. Ég hef þekkt Åge Hareide síðan ég var 12 ára. Hann er algjör víkingur frá ströndinni.“
Fyrstu verkefni Hareide með íslenska landsliðið verða gegn Slóvakíu og Portúgal í júní.
Óskum Íslandi til hamingju með nýja landsliðsþjálfarann. Ég hef þekkt Åge Hareide síðan ég var 12 ára. Hann er algjör víkingur frá ströndinni.
🇮🇸+🇳🇴 https://t.co/p6xqE2xLPE— Jan Aage Fjørtoft 🏳️🌈 🇳🇴 💛💙 (@JanAageFjortoft) April 14, 2023