fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
433Sport

Sonur Age himinnlifandi með ráðninguna – Virtur blaðamaður frá Noregi lýsir hrifningu sinni

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 14. apríl 2023 14:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Age Hareide tók við íslenska landsliðinu í dag. Þá staðfesti Knattspyrnusamband Íslands fréttirnar, en þær höfðu legið í loftinu.

Hareide tekur við liðinu af Arnari Þór Viðarssyni sem rekinn var úr starfi á dögunum. Tveimur leikjum er lokið í undankeppni EM og er Ísland með þrjú stig.

Sonur Age, Bendik Hareide, er himinlifandi með nýtt starf pabba síns og lét hann það í ljós á Twitter.

„Pabbi tekur við stjórn Íslenska landsliðsins. Spennandi tímar! Óska honum og landsliðinu góðs gengis á leiðinni til EM!“ skrifaði Bendik.

Norski íþróttafréttamaðurinn Jan Aage Fjortoft tók í svipaðan streng.

„Óskum Íslandi til hamingju með nýja landsliðsþjálfarann. Ég hef þekkt Åge Hareide síðan ég var 12 ára. Hann er algjör víkingur frá ströndinni.“

Fyrstu verkefni Hareide með íslenska landsliðið verða gegn Slóvakíu og Portúgal í júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Glugginn lokar í kvöld – Eitthvað stórt og óvænt í loftinu

Glugginn lokar í kvöld – Eitthvað stórt og óvænt í loftinu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Chelsea losar tvo leikmenn í dag

Chelsea losar tvo leikmenn í dag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Róbert Orri kominn til Víkings

Róbert Orri kominn til Víkings
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Albert skoraði gegn gömlu félögunum – Fyrsti byrjunarliðsleikur Hákonar

Albert skoraði gegn gömlu félögunum – Fyrsti byrjunarliðsleikur Hákonar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bayern gefst upp í bili

Bayern gefst upp í bili
433Sport
Í gær

Leikmaður Liverpool sagður vera brjálaður út í félagið

Leikmaður Liverpool sagður vera brjálaður út í félagið