Al-Nassr í Sádi-Arabíu leitar nú að nýjum knattspyrnustjóra.
Rudi Garcia var rekinn á dögunum. Samband hans við leikmannahópinn var ekki nógu gott.
Félagið leitar því að nýjum stjóra og þar er metnaðurinn aldeilis við völd. CBS Sports segir nefnilega frá því að nöfn Zinedine Zidane og Jose Mourinho séu bæði á blaði.
Mourinho er með Roma í dag og hefur átt frábæran feril eins og allir vita. Það sama má segja um Zidane sem vann Meistaradeild Evrópu til að mynda þrjú ár í röð.
Cristiano Ronaldo gekk í raðir Al-Nassr í vetur og vonast félagið til að geta ráðið stórkostlegan knattspyrnustjóra með honum.