fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
433Sport

Milljarðamæringur grunaður um nauðgun og eiginkonan vill skilnað – Í réttarsal kom í ljós að hún fær 0 krónur

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 14. apríl 2023 09:18

Hakimi og eiginkona hans sem var í fríi þegar meint nauðgun átti sér stað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marakóski knattspyrnumaðurinn Achraf, leikmaður Paris Saint-Germain heldur því fram að hann sé fórnarlamb tilraunar til fjárkúgunar, verið sé að reyna koma á hann sök fyrir eitthvað sem hann ekki gerði. Hiba Abouk eiginkona hans fer fram á skilanð.

Lögreglan í París hefur lagt fram ákæru á hendur Hakimi leikmanni PSG og landsliðs Marokkó sem er grunaður um að hafa nauðgað konu um í byrjun. Er hann einn fremsti knattspyrnumaður í heimi í dag.

Hinn 24 ára gamli Hakimi á að hafa boðið konu heim til sín á dögununm. Eiginkona hans og börn voru stödd í fríi í Dúbaí. Þar er hann sakaður um að hafa brotið á konunni, sem er 23 ára gömul.

Eins og fyrr segir fer Hiba Abouk fram á skilanð og fór fram á það í réttarhöldum að hún fengi helming af öllum auðæfum hans.

Hakimi þénar tæpar 200 milljónir í hverjum mánuði og taldi Abouk að hún myndo fá nokkra milljarða í sinn vasa. Það kom hins vegar í ljós í réttarhöldum að Hakimi á í raun ekki neitt.

Þannig greina erlendir miðlar frá því 80 prósent af öllum launum Hakimi fer beint inn á móðir hans frá PSG. Móðir Hakimi er skráð fyrir öllum eigum hans, svo sem húsum, bílum og skartgripum.

Í hvert skipti sem Hakimi langar í eitthvað biður hann móður sína um að festa kaup á hlutunum. Þetta varð til þess að dómstólar telja að Hiba Abouk eigi ekki rétt á neinu við skilnaðinn.

Lögmaður Hakimi, Fanny Colin segir í yfirlýsingu sem ESPN hefur undir höndunum að skjólstæðingur sinn þvertaki fyrir ásakanirnar á hendur sér, hann sé fórnarlamb tilraunar til fjárkúgunar.

Meintur þolandi leitaði til lögreglu og lét vita af atvikinu en hún vildi ekki leggja fram kæru. Saksóknarar ákváðu samt að hefja rannsókn á málinu sökum alvarleika meintra brota Hakimi og stöðu hans í samfélaginu, en hann er heimsfrægur knattspyrnumaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lengjubikarinn: Patrick með þrennu fyrir Val – Blikum mistókst að vinna

Lengjubikarinn: Patrick með þrennu fyrir Val – Blikum mistókst að vinna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Souness vill sjá Amorim gera þetta – Mun betri framarlega

Souness vill sjá Amorim gera þetta – Mun betri framarlega
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Aron viðurkennir að hafa ætlað sér stærri hluti – „Það er mesta pressan þarna, það er bara staðreynd“

Aron viðurkennir að hafa ætlað sér stærri hluti – „Það er mesta pressan þarna, það er bara staðreynd“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sagður hafa hafnað nýju samningstilboði – Gæti þénað 147 milljarða

Sagður hafa hafnað nýju samningstilboði – Gæti þénað 147 milljarða
433Sport
Í gær

Amorim opnar sig um brottför Rashford – Fékk hann ekki til að gera þetta

Amorim opnar sig um brottför Rashford – Fékk hann ekki til að gera þetta
433Sport
Í gær

Gapandi hissa á hvernig þetta er á Íslandi – „Eiginlega galið í alla staði“

Gapandi hissa á hvernig þetta er á Íslandi – „Eiginlega galið í alla staði“