Það greip um sig ótti á meðal þeirra sem fylgdust með leik Juventus og Sporting Lisbon í Evrópudeildinni í gær.
Wojciech Szczesny markvörður Juventus fór grátandi af velli eftir að hafa átt í miklum erfiðleikum með öndun.
Pólski markvörðurinn bað um skiptingu þegar hann fann fyrir þyngslum yfir brjósti og var í vandræðum með að anda.
„Ég var í vandræðum með að anda, ég varð hræddur. Þess vegna fór ég að gráta,“ sagði Wojciech Szczesny eftir leik.
„Ég er búinn að fara í skoðun og það er allt í góðu, skoðunin leiddi í ljós að það eru ekki nein vandamál.“
Tíð hjartaáföll á fótboltavelli undanfarin hafa vakið leikmenn til umhugsunar að hunsa ekki verki eða vandræði með öndun.
Wojtek Szczęsny mår bra efter att igår ha utgåttmed bröstsmärtor.
„Jag blev såklart rädd. Jag hade ångest, nåt sånt har aldrig hänt mig.“ kommenterade Wojtek som avslutade med att skoja:
„Jag såg att Perin var i bra form så jag ville han skulle spela“. pic.twitter.com/iOBi6ZrPoN
— Polski Futbolski (@PolskiFutbolski) April 14, 2023