Fjöldi erlendra miðla bregst nú við þeim tíðindum að Gylfi Þór Sigurðsson verði ekki ákærður og sé frjáls ferða sinna. Greint var frá því í dag að mál gegn Gylfa Þór hefði verið látið niður falla.
Gylfi var þann 16. júlí árið 2021 handtekinn á heimili sínu í Manchester, var honum gefið að sök að hafa brotið gegn ólögráða einstaklingi.
Eftir rúma 600 daga í farbanni frá Bretlandi er Gylfi frjáls ferða sinna og málið látið niður falla, taldi saksóknari engar líkur á sakfellingu í málinu.
Ensk blöð geta ekki nafngreint Gylfa Þór en sú regla hefur verið frá því að málið kom upp. lagaumhverfið í Bretlandi er öðruvísi en hér á landi en Gylfi var nafngreindu á Íslandi fjórum dögum eftir að hafa verið handtekinn.
Gylfi hefur ekki spilað fótbolta frá því að málið kom upp en Everton kaus að setja hann til hliðar, samningur hans við Everton rann út síðasta sumar og er Gylfi því án félags.
Danskir og norskir miðlar fjalla um mál Gylfa Þórs og segja frá því sem kom í ljós í dag.
Gylfi er 33 ára gamall í dag en óvíst er hvort hann spili fótbolta aftur, tveggja ára fjarvera hans frá leiknum gæti haft sitt að segja. Samkvæmt heimildum 433.is kemur það svo vel til greina að Gylfi höfði skaðabótamál á hendur yfirvöldum í Bretlandi.