Chelsea hefur framlengt samning Enzo Fernandez nú aðeins örfáum vikum eftir að hann kom til félagsins. Vekur þetta verulega furðu.
Chelsea keypti Enzo frá Benfica í janúar fyrir 107 milljónir punda, er hann dýrasti leikmaður í sögu enska boltans.
Enzo gerði samning við Chelsea til ársins 2031 eða í átta og hálft ár þegar hann kom í janúar.
Með því getur Chelsea deilt kaupverðinu á þann tíma í FFP reglum UEFA og því kemur það út að Chelsea borgi bara bara 11 milljónir punda á ári.
Chelsea hafði svo ákvæði í samningi Enzo um að framlengja hann til 2032 og hefur félagið ákveðið að nýta sér það.
Með því getur Chelsea skráð í bókhaldið minni kostnað í kringum Enzo og kaupverðið verður minna en þessar 11 milljónir punda á ári í bókum FFP.
Todd Boehly eigandi Chelsea hefur eytt rosalegum fjárhæðum á nokkrum mánuðum og þarf að beita öllum brögðum til þess að komast í gegnum FFP.