Real Madrid bindur vonir við að fá Reece James til liðs við sig frá Chelsea í sumar. Marca greinir frá.
Bakvörðurinn var einnig orðaður við Real Madrid í vetur en svo slokknaði aðeins í orðrómunum.
Nú hafa þeir hins vegar vaknað aftur og er James sagður skotmark Real Madrid fyrir sumarið.
Þaðan af auki telur Real Madrid að félagið geti fengið James á góðu verði þar sem Chelsea þarf af öllum líkindum að snyrta til í leikmannahópi sínum vegna stærðar hans í sumar.
Real Madrid bindur vonir við að 50 milljónir evra muni duga til að klófesta James.
James er uppalinn hjá Chelsea og einn af lykilmönnum liðsins. Það er því alls óvíst að hann verði fáanlegur í sumar.