Þinggerð frá ársþingi KSÍ sem fram fór í febrúar hefur verið birt á vef Knattspyrnusambandsins. Þar er farið yfir allt sem fram fór á þinginu.
Formaður FH, Viðar Halldórsson tók til máls á þinginu eins og venja ber en hann ræddi um ársreikning sambandsins. 23 milljóna króna hagnaður var eftir að búið var að greiða fjármuni út til félaganna.
Úr þinggerð KSÍ segir. – „Viðar Halldórsson (FH) tók til máls. Viðar sagði það ótækt að KSÍ fengi ekki krónu úr afrekssjóði ÍSÍ. Hann sagðist vonast til að sjá breytingu á því. Viðar sagði niðurstöðu ársreikningsins frábæra og óskaði KSÍ til hamingju með góðan ársreikning,“ segir í þinggerðinni
Viðar kallar þó eftir því að það sé opinberað hvað KSÍ greiðir í bónusgreiðslur til leikmanna karla og kvennalandsins. Vitað er að KSÍ borgar 300 þúsund krónur á hvern leikmann fyrir sigur.
„Viðar sagði að taka mætti fram bónusgreiðslur til leikmanna karla og kvenna. Hann jafnframt sagði það miður að umræðan væri sú að félögin væru að fá of mikinn pening. KSÍ væri ekkert annað en félögin í landinu,“ segir að lokum í þinggerð þegar vitnað er í orð Viðars.