fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
433Sport

Vendingar í kynferðisbrotamáli Alves: Fær samþykkt að mæta í réttarsal í næstu viku – Ætlar að breyta frásögn sinni frá kvöldinu

433
Fimmtudaginn 13. apríl 2023 09:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dani Alves mun mæta í réttarsal á ný í næstu viku eftir að hafa beðið um leyfi til að koma fram með nýja yfirlýsingu í tengslum við meint kynferðisbrot aðfaranótt Nýársdags.

Knattspyrnumaðurinn var handtekinn þann 20. janúar, grunaður um kynferðisbrot gegn konu á skemmtistað í upphafi árs.

Alves hefur síðan setið inni, en beiðni hans um að vera laus gegn tryggingu fram að réttarhöldum var hafnað af ótta við að hann héldi til heimalandsins Brasilíu og hlyti þar vernd.

Hinn 39 ára gamli Alves hefur beðið um að fá að koma með nýja yfirlýsingu vegna málsins og fær hann að koma fyrir rétt í næstu viku. Hann ætlar að skýra nánar frá sinni hlið kvöldið sem meint brot átti sér stað og breyta fyrrum lýsingu sinni að einhverju leyti.

Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Alves gerir það. Upphaflega sagði kappinn að hann hafi aldrei hitt þá 23 ára gömlu konu sem sakar hann um kynferðisbrot. Hann breytti þeirri frásögn svo í að hann hafi stundað kynlíf með henni með samþykki.

Alves sagði að hann hafi ekki sagt satt til að byrja með þar sem hann var ekki tilbúinn að viðurkenna fyrir eiginkonu sinni, Joönu Sanz, að hann hafi haldið framhjá.

Sanz virtist einmitt binda enda á átta ára samband þeirra í síðasta mánuði með færslu á Instagram. Það gerði hún skömmu eftir að hafa heimsótt Alves í fangelsi.

Fyrrverandi eiginkona Alves og móðir tveggja barna hans, Dinorah Santana, hefur hins vegar gefið út að hún standi með honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Telur skilaboðin úr Fossvogi einföld eftir veturinn – „Það á að buffa Blikana“

Telur skilaboðin úr Fossvogi einföld eftir veturinn – „Það á að buffa Blikana“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rosalegu tilboði Tottenham hafnað – City vinnur að því að fá inn miðjumann í dag

Rosalegu tilboði Tottenham hafnað – City vinnur að því að fá inn miðjumann í dag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Glugginn lokar í kvöld – Eitthvað stórt og óvænt í loftinu

Glugginn lokar í kvöld – Eitthvað stórt og óvænt í loftinu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Chelsea losar tvo leikmenn í dag

Chelsea losar tvo leikmenn í dag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Dauðhræddur þegar hann lendir í þessu í umferðinni: Tveir vopnaðir menn fylgdu honum heim – ,,Munu þeir heimsækja okkur þegar krakkinn er heima?“

Dauðhræddur þegar hann lendir í þessu í umferðinni: Tveir vopnaðir menn fylgdu honum heim – ,,Munu þeir heimsækja okkur þegar krakkinn er heima?“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Orri heldur áfram að skora fyrir Sociedad

Orri heldur áfram að skora fyrir Sociedad
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Róbert Orri kominn til Víkings

Róbert Orri kominn til Víkings
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Albert skoraði gegn gömlu félögunum – Fyrsti byrjunarliðsleikur Hákonar

Albert skoraði gegn gömlu félögunum – Fyrsti byrjunarliðsleikur Hákonar