Tveimur leikjum er lokið í Evrópukeppni í kvöld en West Ham heimsótti Gent í Sambandsdeildinni í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum.
Danny Ings kom West Ham með marki í uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan góð fyrir Hamrana.
Gent jafnaði leikinn í síðari hálfleik og þannig lauk leiknum. Staðan góð fyrir West Ham fyrir seinni leikinn í London.
Í Evrópudeildinni vann Feyenoord góðan sigur á Róma í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum.
Mats Wieffer skoraði eina markið í seinni hálfleik, staðan góð fyrir Feyenoord en fróðlegur leikur verður á Ítalíu í síðari hálfleik.