Einhverjir stuðningsmenn Chelsea lýsa pirringi í garð eigandans Todd Boehly eftir tap liðsins gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu.
Um fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum var að ræða og vann Real Madrid 2-0 sigur.
Fyrir leik var Boehly borubrattur í viðtali og spáði Chelsea 3-0 sigri.
„Það er ekki hægt að gagnrýna stjórana hjá Chelsea. Þetta er allt Todd Boehly að kenna. Hann rekur Chelsea eins og hann sé í FIFA. Hópurinn er fullur af eins leikmönnum og engum framherjum. Hann spáir 3-0 sigri. Vandræðalegt,“ skrifar einn netverjinn.
„Skammastu þín,“ skrifaði annar.
Fleiri tóku til máls. „Þetta er svakalega slæmt. Todd vill eyðileggja félagið okkar.“
Seinni leikur liðanna fer fram í London í næstu viku.