Stuðningsmaður Liverpool upplifði áfallastreituröskun yfir leik Real Madrid og Chelsea í gær vegna frammistöðu markvarðarins Thibaut Courtois.
Real Madrid vann 2-0 sigur á Chelsea í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Karim Benzema og Marco Asensio skoruðu mörkin og átti Courtois frábæran leik í marki Real Madrid.
Real Madrid er ríkjandi meistari eftir að hafa sigrað Liverpool í úrslitaleik í fyrra. Þar átti Courtoius einmitt stórkostlegan leik. Þá féll Liverpool úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í ár af hendi Real Madrid.
„Vinicius býr til færi, Benzema skorar og Courtois ver. Ég hef séð þetta Meistaradeildar-handrit áður,“ sagði íþróttalýsandinn Andy West í gær.
Stuðningsmenn Liverpool upplifðu margir hverjir martraðir upp á nýtt frá því í úrslitaleiknum í París fyrir tæpu ári síðan.
Einn stuðningsmaður gekk svo langt að segja að hann hafi upplifað áfallastreituröskun, en hann greindi frá því á samfélagsmiðlum.