Félög í ensku úrvalsdeildinni hafa samþykkt að banna auglýsingar frá veðmálafyrirtækjum framan á búningum frá félaginu frá og með tímabilinu 2025/2026.
Veðmálafyrirtæki eru mjög áberandi framan á treyjum í ensku úrvalsdeildinni en félögin hafa samþykkt að banna þetta.
Félögin geta hins vegar haldið áfram að auglýsa veðmálafyrirtæki á völlunum og litlar auglýsingar verða leyfðar erminni á treyjunum.
Átta félög í ensku úrvalsdeildinni eru með vemðálafyrirtæki framan á treyjum sínum í dag. Ljóst er að breytingar verða.
Yfirvöld í Bretlandi hafa þjarmað að deildinni að taka þessa ákvörðun en enska úrvalsdeildin er fyrsta deildin á Englandi til að taka þessa ákvörðun.