Bruno Fernandes miðjumaður Manchester United virðist orðinn þreyttur á rigningu og sólarleysi í Manchester.
Ensk götublöð birta myndir af Bruno þar sem hann skellti sér í ljós í miðborg Manchester.
Bruno hefur viljað fá smá lit í kroppinn og skellti sér á hina mögnuðu IndiigoSun stöð þar sem bekkirnir eru sagðir ansi góðir.
Bruno er frá Portúgal og er vanur góðu veðurfari en Manchester borgin er þekkt fyrir miklar rigningar.
Að fara í ljós var vinsæl iðja á Íslandi hér á árum áður en það hefur hallað undan fæti í rekstri á slíkum stofum.
Myndirnar af Bruno eru hér að neðan.