Destiny Udogie varnarmaður Tottenham er í láni hjá Udinese var í kröppum dansi þegar hann keyrði inn á veitingastað í Udine borginni á Ítalíu.
Tottenham hefur fest kaup á þessum tvítuga varnarmanni en kaus að lána hann aftur til Udinese.
Udogie keyrði inn á útisvæði veitingastaðar en hann missi stjórn á Mercedes bifreið sinni og slátraði öllu sem hægt varð slátra fyrir utan staðinn.
Tjónið er metið á fleiri hundruð þúsund krónur en Udogie mætir til Englands í sumar og hefur að æfa með Tottenham.
Enginn meiðsli urðu á fólki eða Udogie sjálfum en það bjargaði því líklega að slysið átti sér stað um miðja nótt.