Vincent Kompany er nú sagður efstur á óskalista Tottenham yfir knattspyrnustjóra í sumar. The Sun segir frá.
Belginn hefur náð frábærum og eftirtektarverðum árangri með Burnley, en liðið tryggði sig aftur upp í ensku úrvalsdeildina á dögunum og er langefst í B-deildinni.
Kompany er á sínu fyrsta tímabili með Burnley. Með liðinu leikur meðal annars íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson.
Það gæti þó verið að Kompany stoppi stutt hjá Burnley því Tottenham vill hann í sumar.
Antonio Conte yfirgaf félagið á dögunum og stýrir Cristian Stellini liðinu til bráðabirgða.
Stjórnarformaður Tottenham, Daniel Levy, er afar hrifinn af því sem Kompany hefur gert og telur hann rétta manninn til að vera næsti stjóri Tottenham.
Ensk blöð telja að Kompany gæti reynt að taka tvo leikmenn með sér frá Burnley, markvörðurinn Artur Muric en Tottenham vantar nýjan markvörð. Þá hefur Nathan Tella raðað inn mörkum fyrir Burnley en er í eigu Southampton.