Marco Reus er nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Borussia Dortmund, en sá sem nú er í gildi er að renna út.
Reus er 33 ára gamall og hefur verið á mála hjá Dortmund síðan 2012. Hann er fyrirliði og goðsögn innan félagsins.
Samningur kappans er að renna út en hann vill ólmur vera áfram. Þýski landsliðsmaðurinn er til í að taka á sig launalækkun svo að það gangi upp.
Reus hefur spilað 380 leiki fyrir Dortmund og skorað 161 mark. Auk þess hefur hann lagt upp 120.
Þá á Reus að baki 48 A-landsleiki fyrir Þýskaland, þar sem hann hefur skorað 15 mörk.
Dortmund er í hörku toppbaráttu við Bayern Munchen heima fyrir. Liðið er tveimur stigum á eftir Bayern, sem er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Sjö umferðir eru til stefnu.
Borussia Dortmund remain confident on getting new deal done for Marco Reus. The negotiation is at very advanced stages as current deal expires in June but Reus wants to stay 🟡⚫️ #BVB
He'd reduce his salary to continue at Dortmund. pic.twitter.com/K3CNsZ4XbB
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 13, 2023