Constantine Hatzidakis, aðstoðardómarinn sem hótaði að gefa Andy Robertson einn á kjaftinn um síðustu helgi fær enga refsingu.
Enska sambandið staðfestir það að eftir rannsókn verði Hatzidakis ekki refsað neitt. Hann dæmir ekki um helgina en fer svo á fulla ferð aftur.
Atvikið átti sér stað þegar Liverpool og Arsenal áttust við í 2-2 jafntefli á Anfield á sunnudag.
Robertson reyndi að ræða við línuvörðinn um ákveðið mál og tók dómarinn afskaplega illa í hegðun bakvarðarins.
Virtist Hatzidakis setja olnboga sinn í andlitið á Robertson en refsingin verður enginn.