Það er útlit fyrir að heimsmeistarinn Alexis Mac Allister yfirgefi Brighton í félagaskiptaglugga sumarsins.
Mac Allister er 24 ára gamall Argentínumaður sem hefur heillað með Brighton undanfarin ár. Þá var hann stór hluti af landsliði Argentínu sem varð heimsmeistari á síðasta ári.
„Ef allt er eðlilegt finnum við nýtt félag fyrir hann í félagaskiptaglugganum. Við vitum ekki hvaða félag það verður,“ segir faðir leikmannsins um stöðu mála.
Ljóst er að Mac Allister er á leið í stærra félag en Brighton.
„Það eru mjög miklar líkur á því að Alexis leiki með öðru félagi eftir sumarið.“
Mac Allister hefur verið hjá Brighton síðan 2019. Nú róar hann hins vegar líklega á önnur mið.