Chelsea hefur boðið Julian Nagelsmann á fund félagsins, þar sem stjórnin ætlar að leyfa honum að kynna sig og sínar hugmyndir fyrir þeim.
Þýska blaðið Bild segir frá þessu.
Nagelsmann, sem er aðeins 35 ára gamall, var rekinn frá Bayern Munchen á dögunum og tók Thomas Tuchel, sem er einmitt fyrrum stjóri Chelsea, við í Bæjaralandi.
Chelsea rak þá Graham Potter á dögunum. Frank Lampard tók við á nýjan leik en aðeins út þessa leiktíð. Lundúnafélagið leitar því að knattspyrnustjóra til frambúðar.
Þar gæti Nagelsmann reynst lausnin. Christopher Vivell, sem starfaði með Nagelsmann hjá RB Leipzig, er tæknilegur ráðgjáfi hjá Chelsea og gæti það hjálpað til við að fá hann á Stamford Bridge.
Auk Bayern Munchen og Leipzig hefur Nagelsmann stýrt Hoffenheim á ferli sínum í þjálfun.