Knattspyrnumaðurinn Destiny Udogie varð fyrir óhappi þegar hann keyrði á bar á Ítalíu.
Udogie er á mála hjá Udinese á láni frá enska stórliðinu Tottenham.
Hann var að keyra um miðja nótt en missti stjórn á Mercedes-bifreið sinni og keyrði á útisvæði bars og inn um gluggann.
Talið er að tjónið sem hafi orðið af slysinu sé fjárhagslega nokkuð mikið.
Sem betur fer meiddust hvorki Udogie né aðrir.
Udogie, sem er ítalskur, gekk í raðir Tottenham síðasta sumar frá Udinese en var lánaður beint til baka.