Victor Osimhen er opinn fyrir því að ganga í raðir Bayern Munchen í sumar. Þetta segir Sky Sports í Þýskalandi.
Hinn 24 ára gamli Osimhen hefur raðað inn mörkum fyrir Napoli á tímabilinu og er ansi eftirsóttur fyrir sumarið.
Nígeríumaðurinn er kominn með 21 mark í Serie A, þar sem Napoli er langefst. Auk þess hefur framherjinn skorað fjögur mörk í Meistaradeild Evrópu, þar sem Napoli er komið í 8-liða úrslit.
Nokkur af stærstu félögum heims hafa áhuga á Osimhen. Sky Sports segir yfirmenn hjá Bayern Munchen hafa gríðarlegan áhuga á honum og að leikmaðurinn sé mjög opinn fyrir því að fara til þýska stórliðsins.
Málið mun skýrast á næstu vikum en ljóst er að verðið sem Napoli mun biðja um mun hafa mikið að segja.
❗️News #Osimhen: The 24 y/o top striker would definitely join Bayern in summer! Confirmed again and today. Bayern bosses like him a lot. His management and the player are aware of it. More talks could follow in the next weeks. It’s all about the price – and Tuchel. @SkySportDE 🇳🇬 pic.twitter.com/u4ubLQOzUc
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) April 11, 2023