fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
433Sport

Þorsteinn ánægður með sigurinn – „Margt jákvætt“

433
Þriðjudaginn 11. apríl 2023 20:20

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands. Mynd - Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, var að vonum sáttur með 2-1 sigur á Sviss í vináttulandsleik ytra í dag.

Glódís Perla Viggósdóttir kom Íslandi yfir í dag áður en Sviss jafnaði. Sveindís Jane Jónsdóttir gerði svo sigurmarkið.

„Ég er mjög ánægður með að vinna. Ég er ánægður með margt í leiknum,“ segir Þorsteinn eftir leik.

„Það lá á okkur síðustu 7-8 mínúturnar en við leystum það og gerðum það vel. Heilt yfir var ég sáttur með margt. Það var margt jákvætt og við héldum betur í boltann.“

Ísland breytti um kerfi í dag og lék í 3-5-2.

„Ég vildi fjölga möguleikum sem við höfum. Það er svolítið langt síðan við ákváðum þetta og þegar æfingaleikirnir komu inn fannst okkur henta vel að spila svina á móti Sviss. Það er líka sterkt lið svo þetta var fínn leikur til að prófa þetta.“

Ísland gerði á dögunum jafntefli við Nýja-Sjáland. Nú er þessum landsliðsglugga lokið.

„Þetta var bara fínt. Þú vilt alltaf vinna alla leiki en mér fannst við ná að gera það sem við ætluðum að gera.“

Viðtalið í heild er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum
Staðfesta komu Asensio
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Risasigur Arsenal hafi lítið að segja þegar uppi er staðið

Risasigur Arsenal hafi lítið að segja þegar uppi er staðið
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Keyptur til Englands áður en glugganum verður skellt í lás

Keyptur til Englands áður en glugganum verður skellt í lás
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Reynir að losa Felix frá Chelsea í dag – Umboðsmaðurinn mættur til Ítalíu

Reynir að losa Felix frá Chelsea í dag – Umboðsmaðurinn mættur til Ítalíu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allt klárt – City kaupir González á tæpa 9 milljarða í dag

Allt klárt – City kaupir González á tæpa 9 milljarða í dag
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Yfirlýsing Rashford eftir félagaskiptin vekur furðu – Segist hafa fengið haug af tilboðum

Yfirlýsing Rashford eftir félagaskiptin vekur furðu – Segist hafa fengið haug af tilboðum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Telur skilaboðin úr Fossvogi einföld eftir veturinn – „Það á að buffa Blikana“

Telur skilaboðin úr Fossvogi einföld eftir veturinn – „Það á að buffa Blikana“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Uppljóstraði um kjaftasögu sem grasserar í Garðabæ en enginn vill tjá sig um málið

Uppljóstraði um kjaftasögu sem grasserar í Garðabæ en enginn vill tjá sig um málið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Glugginn lokar í kvöld – Eitthvað stórt og óvænt í loftinu

Glugginn lokar í kvöld – Eitthvað stórt og óvænt í loftinu