Steve Coppell fyrrum þjálfari Reading og fleiri liða er orðaður við þjálfarastöðuna hjá Íslandi. Þetta kom fram í Dr. Football.
Þar segir að þessi 67 ára gamli stjóri sé í samtalinu um að taka við af Arnari Viðarssyni.
Arnar var rekinn úr starfi fyrir tæpum tveimur vikum og er stjórn KSÍ að leita að eftirmanni hans.
Coppell hefur ekki verið í neinu alvöru starfi í fótbolta í um 13 ár en hann starfaði síðast í Indlandi fyrir fjórum árum.
Coppell var stjóri Reading frá 2003 til 2009 en þar lék Ívar Ingimarsson undir hans stjórn en Ívar er í dag í stjórn KSÍ.
Ívar er sagður hafa verið hugmyndasmiðurinn á bak við það að reka Arnar Þór en hann var eini stjórnarmaður KSÍ sem fylgdi landsliðinu eftir í síðasta verkefni Arnars.