Það gengur ekkert hjá Dele Alli innan vallar en þessi fyrrum leikmaður enska landsliðsins var lánaður til Besiktas á þessu tímabili.
Í Tyrklandi hefur ekkert gengið hjá Dele sem er meiddur út tímabilið og mættur til Manchester þangað sem hann flutti þegar hann samdi við Everton.
Everton lánaði Dele til Tyrklands eftir aðeins nokkra mánuði en hann var eitt sin vonarstjarna enska fótbotlans.
Dele varð ungur að árum að stjörnu hjá Tottenham en gengi hans innan vallar hefur ekki verið gott og utan vallar hefur mikið gengið á.
Ensk blöð birta nú mynd af Dele að taka hippakrakk í Manchester um helgina en um er að ræða nituroxíð sem sett er í blöðru og það síðan tekið inn. Oft er þetta nefnt sem hláturgas.
Það er ansi umdeilt að leikmenn í enska boltanum sé að taka svona inn en Raheem Sterling hefur einnig verið gómaður við þetta.