Maxwel Cornet sóknarmaður West Ham gerði í buxurnar á æfingasvæði félagsins þegar félagar hans slepptu hundi lausum.
Cornet var að mæta á æfingasvæðið þegar félagar hans ákváðu að hrekkja hann.
Þeir voru mættir með stóran hund á svæðið sem hræddi Cornet all svakalega. Sjón er sögu ríkari.
Ekki kemur fram hvaða leikmaður West Ham á hundinn en það er þekkt stærð hjá ríkum knattspyrnumönnum að vera með stóra hunda til að verja sig og heimilið.
Declan Rice é um brincalhão.😂
Quase que o Cornet foi de central do Braga.#WHUFC #WHU #PremierLeague pic.twitter.com/RgSRDXH3C9
— Daily Rice Brasil🇧🇷🏴 (@RiceDepre) April 11, 2023
Cornet gekk í raðir West Ham fyrir þetta tímabil frá Burnley en hefur svo sannarlega ekki fundið taktinn.
Cornet er frá Fílabeinsströndinni en hann átti fína spretti með Burnley en meiðsli hafa svo sannarlega sett strik í reikning hans í London.