Patrick Vieira nýtur lífsins á Barbados eftir að hafa verið rekinn frá Crystal Palace í síðasta mánuði.
Eftir slæmt gengi Palace var Vieira rekinn í mars. Hann var á sínu öðru tímabili sem stjóri liðsins.
Roy Hodgson tók við stjórn Palace á nýjan leik eftir brottrekstur Vieira.
Arsenal goðsögnin ákvað að skella sér til Barbados og hefur notið lífsins þar.
Ensk götublöð birtu myndir af Vieira á ströndinni þar sem hann virtist heldur betur hafa það gott.