Samkvæmt frétt Daily Mail eru þeir sem hafa áhuga á að kaupa Manchester United að verða verulega pirraðir á samskiptaleysi frá Glazer fjölskyldunni.
Nú nokkrum vikum eftir að bæði Sheik Jassim og Sir Jim Ratcliffe lögðu inn annað tilboð í félagið hefur ekkert heyrst.
Glazer fjölskyldan heldur þétt að sér spilunum og það virðast aukast líkurnar á því að félagið verði ekki selt.
Verði að því að félagið verði selt er það talið verulega hæpið að nýir eigendur geti komið með fjármagn inn í félagið áður en félagaskiptaglugginn í sumar.
Daily Mail segir þó að það gæti dregið til tíðinda í vikunni en fjárfestingarsjóðir hafa boðið Glazer fjölskyldunni fjármagn til að fjölskyldan geti átt félagið áfram.