Oliver Stefánsson varnarmaður Breiðablik vill fara frá félaginu í hvelil ef marka má hlaðvarpsþáttinn Þungavigtin í dag.
Oliver var ekki í leikmannahópi Breiðabliks í fyrstu umferð Bestu deildarinnar í gær þegar Blikar töpuðu mjög óvænt gegn HK í fyrstu umferð.
Oliver kom til Breiðabliks í febrúar frá Norrköping í Svíþjóð en bæði Valur og Víkingur höfðu áhuga á að semja við þenann tvítuga varnarmann þá.
Meira:
Íslenskur landsliðsmaður veður í Óskar Hrafn – Birtir mynd en segir ekkert
„Það er smá kurr í herbúðum Blika varðandi Oliver Stefáns,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason þáttastjórnandi Þungavigtarinnar.
Oliver er tvítugur en hann ólst upp á Akranesi og var á láni hjá ÍA á síðustu leiktíð frá sænska félaginu.
Kristján Óli Sigurðsson, fyrrum leikmaður Breiðabliks lagði þá orð í belg. „Hann vill bara fara strax, ég veit ekki hvernig menn ætla að tækla þetta. Ég veit ekki hvert hann ætlar að fara,“ sagði Kristjáns.
Ríkharð Óskar furðar sig á málinu. „Hverslags uppgjöf er þetta? Mótið var að byrja,“ sagði Ríkharð.