Real Madrid er að skoða þann kost að semja við Roberto Firmino framherja Liverpool sem er að verða samningslaus í sumar. Spænskir miðlar segja fra´.
Firmino hefur ákveðið að fara frá Liverpool í sumar þegar samningur hans þar er á enda.
Liverpool hafði áhuga á að semja við Firmino en sóknarmaðurinn vildi taka nýja áskorun á ferlinum.
Firmino hefur verið í átta ár hjá Liverpool og hefur spilað 359 leiki fyrir rauða liðið í Bítlaborginni.
Real Madrid telur að Firmino sé góður kostur til að vega upp á móti Karim Benzema sem vegna aldurs er ekki lengur klár í að spila alla leiki.