Það var líf og fjör í enska boltanum um helgina en bilið á milli toppliðanna minnkaði. Arsenal gerði jafntefli við Liverpool á Anfield en Manchester City vann sigur á Southampton.
Nú þegar endaspretturinn fer á fullt hafa bæði lið öll spil á sinni hendi, vinni Arsenal alla sína leiki verður liðið meistari.
Vinni Manchester City alla sína leiki verður liðið að öllum líkindum meistari enda liðið með betri markatölu, City á leik til góða á Arsenal og liðin eiga eftir að mætast.
Ofurtölvan ógurlega spáir því að Arsenal haldi út og verði meistari, hún er einnig á því að Newcastle verði í þriðja sæti og Manchester United taki fjórða sætið.
Mikil spenna er á botni deildarinnar en Ofurtölvan telur að Nottingham Forest, Leicester og Southampton falli.