Íslenska landsliðið í flokki 19 ára og yngri í kvennaflokki gerði 2-2 jafntefli við Úkraínu í lokaleik sínum í milliriðli fyrir EM í dag.
Írena Héðinsdóttir Gonzalez og Snædís María Jörundsdóttir skoruðu mörk Íslands í leiknum.
Ísland endar í efsta sæti riðilsins með sjö stig en liðið hafði þegar tryggt sig inn á lokamót EM. Þar verður liðið eitt af átta þátttökuþjóðum.
Mótið fer fram í Belgíu í sumar.