Liverpool virðist vera að hverfa frá áformum um að fá Jude Bellingham til liðs við sig í sumar.
Helstu miðlar greina frá þessu í kvöld.
Bellingham er 19 ára gamall og einn eftirsóttasti leikmaður heims.
Kappinn hefur verið stórkostlegur fyrir Dortmunda, þar sem hann er algjör lykilmaður, þrátt fyrir ungan aldur og einnig fyrir enska landsliðið, þar sem hann heillaði til að mynda á HM á síðasta ári.
Talað er um að Dortmund vilji fá á bilinu 120-135 milljónir punda fyrir Bellingham og er það of mikið fyrir Liverpool. Félagið ætlar í enduruppbyggingu í sumar og getur ekki eytt svo miklu í einn leikmann.
Félagið þarf því að leita að ódýrari kosti. Mason Mount, Moises Caicedo, Matheus Nunez og Ryan Gravenberch hafa til að mynda verið orðaðir við félagið.