Tveir leikir fóru fram í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Um fyrri leiki einvígjanna var að ræða.
Flest augu voru á Manchester-borg þar sem heimamenn í Manchester City tóku á móti Bayern Munchen.
City byrjaði betur og á 27. mínútu komst liðið yfir. Þá fékk Rodri nóg af plássi fyrir utan vítateig Bæjara og átti svo draumaskot upp í hornið fjær. Yann Sommer áttu ekki möguleika í marki gestanna.
Heimamenn voru mun betri í seinni hálfleik og juku þeir forskotið á 70. mínútu. Þá gerði Dayot Upamecano, sem átti skelfilegan leik í kvöld, slæm mistök, boltinn endaði hjá Erling Braut Haaland sem setti boltann glæsilega á kollinn á Bernardo Silva sem skoraði.
Skömmu síðar gerði Haaland sjálfur svo þriðja mark City með frábærri afgreiðslu.
Lokatölur 3-0 fyrir City sem er í frábærri stöðu fyrir seinni leikinn í Þýskalandi í næstu viku.
Þá er Inter í mjög góðri stöðu eftir sigur á Benfica á útivelli í kvöld.
Markalaust var eftir fyrri hálfleik en Nicolo Barella kom Inter yfir senmma í þeim seinni.
Romelu Lukaku innsiglaði svo 0-2 sigur gestanna af vítapunktinum á 82. mínútu.