fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
433Sport

Fóru yfir vandamál Blika í beinni – „Þetta væri eini veikleikinn sem hann sá“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 11. apríl 2023 09:00

Mynd/Hringbraut Gummi Ben

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik tapaði fyrsta leik tímabilsins í Bestu deildinni gegn HK á dramatískan hátt í Kópavogi í gær. Stúkan á Stöð2 Sport gerði upp leikinn.

Eftir að hafa lent 2-0 undir í leiknum komu Blikar til baka og tóku 3-2 forystu þegar skammt var eftir. HK kom hins vegar aftur til baka og vann 4-3 sigur.

Klæmint Olsen, Oliver Stefánsson og Alex Freyr Elísson voru á meðal leikmanna sem ekki komust í hóp hjá Blikum í gær.

„Klæmint fer á lán til að vera í landsliðinu, hann getur ekki verið í neðri deildum í Færeyjum. Hann getur þá ekki verið utan hóps heldur, það hlýtur að vera betra að vera í B-deild. Hann er frábær í klefanum segja þeir,“ sagði Albert Brynjar á Stöð2 Sport í gærkvöld.

Lárus Orri Sigurðsson tók þá til máls. „Það er búið að tala um lið sem hafa ekki styrkt sig nóg eins og Víkingur, við erum hræddir um þá út af hópnum og Evrópukeppni. Lið eins og HK, Fylkir og fleiri sem hafa ekki styrkt sig nóg og eru með of litla hópa.“

Úr leiknum í gær
Mynd/Helgi VIðar

„Með Breiðablik þá erum við að tala um of stóran hópnum, Óli Jó var með okkur í upphitunarþættinum. Sigursælasti þjálfari Íslands og hann talaði um þetta. Það getur verið erfitt að halda mönnum ánægðum, þegar þú ert ekki með varaliðskeppni þá er erfitt að halda mönnum match fit. Þetta verður ekki einfalt fyrir Óskar, það er lúxusvandamál fyrir Óskar,“ sagði Lárus.

„Þetta væri eini veikleikinn sem hann sá,“ sagði Guðmundur Benediktsson sem stýrði þættinum.

Albert Brynjar segir að mögulega sé Óskar Hrafn eini þjálfarinn sem vonist eftir meiðslum hjá leikmönnum. „Hann hefur talað um að þetta verði vandamál ef allir verða heilir, ég held að hann sé eini þjálfarinn í deildinni sem vonast eftir nokkrum meiðslum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum
Staðfesta komu Asensio
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Risasigur Arsenal hafi lítið að segja þegar uppi er staðið

Risasigur Arsenal hafi lítið að segja þegar uppi er staðið
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Keyptur til Englands áður en glugganum verður skellt í lás

Keyptur til Englands áður en glugganum verður skellt í lás
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Reynir að losa Felix frá Chelsea í dag – Umboðsmaðurinn mættur til Ítalíu

Reynir að losa Felix frá Chelsea í dag – Umboðsmaðurinn mættur til Ítalíu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allt klárt – City kaupir González á tæpa 9 milljarða í dag

Allt klárt – City kaupir González á tæpa 9 milljarða í dag
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Yfirlýsing Rashford eftir félagaskiptin vekur furðu – Segist hafa fengið haug af tilboðum

Yfirlýsing Rashford eftir félagaskiptin vekur furðu – Segist hafa fengið haug af tilboðum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Telur skilaboðin úr Fossvogi einföld eftir veturinn – „Það á að buffa Blikana“

Telur skilaboðin úr Fossvogi einföld eftir veturinn – „Það á að buffa Blikana“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Uppljóstraði um kjaftasögu sem grasserar í Garðabæ en enginn vill tjá sig um málið

Uppljóstraði um kjaftasögu sem grasserar í Garðabæ en enginn vill tjá sig um málið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Glugginn lokar í kvöld – Eitthvað stórt og óvænt í loftinu

Glugginn lokar í kvöld – Eitthvað stórt og óvænt í loftinu