Dregið var í 32 liða úrslit bikarsins nú rétt í þessu en það verður hart barist þegar Stjarnan og ÍBV eigast við í leik liða úr efstu deild.
Njarðvík tekur á móti KFA en Mikael Nikulásson fyrrum þjálfari Njarðvíkur tók við KFA í vetur.
KA fékk auðveldan drátt en Uppsveitir úr 4 deild fara norður. Bikarmeistarar Víkings ættu að fljúga áfram en Magni kemur í heimsókn í Fossvoginn. Valur mætir svo RB úr fimmtu deild en liðið kemur úr Reykjanesbæ.
Það kemur í ljós í kvöld hvort Breiðablik mæti Fjölni eða KRÍU en liðin eigast við í kvöld og miði í 32 liða úrslit er í boði.
Drátturinn er í heild hér að neðan.
Drátturinn:
Grindavík – Dalvík/Reynir
HK – KFG
Víkingur R – Magni
Kári – Þór Akureyri
Sindri- Fylkir
KA – Uppsveitir
Njarðvík – KFA
Fram – Þróttur R
KR – Þróttur Vogum
Grótta – KH
Stjarnan – ÍBV
Keflavík – ÍA
Leiknir – Selfoss
Ægir – FH
Fjölnir/Kría – Breiðablik
Valur – RB