Manchester City tekur á móti Bayern Munchen í stórleik í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
Um fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum er að ræða.
Joao Cancelo er að mæta sínum gömlu félögum. Hann er á láni hjá Bayern frá City.
Portúgalski bakvörðurinn er á bekknum í kvöld.
Á leið sinni á völlinn sýndi hann City virðingu með því að stíga ekki á merki félagsins. Vakti þetta lukku stuðningsmanna.
Cancelo fór til Bayern í janúar eftir að hafa átt í útistöðum við Pep Guardiola, stjóra City.
Þýska félagið getur keypt hann á 70 milljónir evra í sumar.
Joao Cancelo walked around the Man City badge to avoid stepping on it before their Champions League clash.
Respect ❤️ pic.twitter.com/DyrnGZ8eDw
— ESPN FC (@ESPNFC) April 11, 2023